- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Larsen lokaði á meistarana – Sveinn og félagar fögnuðu

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE. Mynd/SönderjyskE
- Auglýsing -

Kasper Larsen, markvörður, sá til þess að stjörnum prýtt meistaralið Danmerkur, Aalborg Håndbold, fór tómhent heim frá heimsókn sinni til Sveins Jóhannssonar og samherja í SönderjyskE í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, lokatölur 29:28.


Larsen varði frá Norðmanninum Kristian Björnsen úr opnu færi á síðustu sekúndu leiksins til viðbótar við vítakast frá Buster Juul þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka, einnig í stöðunni 29:28.


Óhætt er að segja að um óvænt úrslit sé að ræða og sannkallaða draumabyrjun hjá Sveini og samherjum á Suður-Jótlandi. Sveinn skoraði tvö mörk og var einu sinni vísað af leikvelli.


Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aalborg átti sjö stoðsendingar.


Staðan var jöfn, 14:14, að loknum fyrri hálfleik. Sveinn og félagar tóku góðan sprett í síðari hálfleik og voru komnir með sex marka forskot, 28:22, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.


Danski handknattleiksmaðurinn og blaðamaðurinn Rasmus Boysen bendir á þá athyglisverðu staðreynd á Twitter að þetta hafi verið fyrsta tap Arons í deildarleik frá 13. apríl 2018 eða í 87 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá síðustu vörslu Larsen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -