-Auglýsing-

Laufey Helga skoraði 12 mörk í 14 marka sigri

- Auglýsing -


Valur 2 vann öruggan sigur á Fram 2 í fjórða og síðasta leik annarrar umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í gær, 36:22. Leikið var í N1-höll Valsara á Hlíðarenda. Valur var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:9.


Laufey Helga Óskarsdóttir hélt uppteknum hætti í leiknum í gær og var hreint óstöðvandi eins og í viðureigninni í fyrstu umferðinni. Unglingalandsliðskonan skoraði 12 mörk í gær.

Katla Kristín Hrafnkelsdóttir var öflug hjá Fram 2 með 10 mörk.

Valur 2 hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Á sama tíma hafa leikmenn Fram mátt bíta í það súra epli að hafa beðið lægri hlut í fyrstu viðureignum sínum tveimur.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Vals 2: Laufey Helga Óskarsdóttir 12, Ágústa Rún Jónasdóttir 5, Sara Lind Fróðadóttir 4, Erla Sif Leósdóttir 3, Anna Margrét Alfreðsdóttir 2, Lena Líf Orradóttir 2, Sara Sigurvinsdóttir 2, Sigrún Erla Þórarinsdóttir 2, Alba Mist Gunnarsdóttir 1, Hekla Hrund Andradóttir 1, Katla Margrét Óskarsdóttir 1, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 5, Oddný Mínervudóttir 1.

Mörk Fram 2: Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 10, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 5, Birna Ósk Styrmisdóttir 3, Silja Jensdóttir 2, Natalía Jóna Jensdóttir 1, Þóra Lind Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 8.

Á föstudaginn fóru fram þrír leikir í Grill 66-deildinni. Úrslit og markaskor í þeim viðureignum er að finna í fréttinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -