- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leið eins og þetta væri fyrsti landsleikurinn

Bjarki Már Elísson og Ýmir Örn Gíslason hressir eftir sigurinn í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

„Mér leið bara eins og ég væri að leika minn fyrsta landsleik. Vá, hvað það var gaman að leika landsleik fyrir framan fullt hús af fólki í fyrsta sinn í nokkur ár. Kannski sást það í byrjun að spennstigið var hátt hjá fleirum en mér. Þetta var hrikalega skemmtilegt,“ sagði Bjarki Már Elísson markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik í sigurleiknum á Austurríki, 34:26, í síðari viðureigninni i umspili um HM sæti á Ásvöllum í dag fyrir framan fullt hús, 1.800 áhorfendur.

 
„Um leið og við náðum tökum á varnarleiknum þá tókst okkur að brjóta Austurríkismennina á bak aftir. Þá fengum við líka hraðaupphlaup sem auðvelduðu okkur dagsverkið,“ sagði Bjarki Már.

Létum kné fylgja kviði

„Okkur tókst síðan að láta kné fylgja kviði í síðari hálfleik um leið og þreytumerki voru farin að segja til sín hjá Austurríkismönnunum. Fyrst og fremst er sterkt að vinna með átta marka mun á heimavelli. Mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu hjá okkur.“

Allir vegir eru færir

„Eins absúrd og það er þá er krafan sú að við séum inni á öllum stórmótum. Við erum líka með mjög gott lið um þessar mundir sem eru allir vegir færir. Þannig er staðan hjá okkur um þessar mundir,“ sagði Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik sem skoraði 19 mörk í leikjunum tveimur við Austurríki í umspilinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -