- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leið Íslendinga liggur til Kristianstad í janúar

Viðbúið er að Sérsveitin láti sitt ekki eftir liggja á áhorfendapöllunum í Kristianstad á HM á næsta ári. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik karla sem hafa í hyggju að styðja við bakið á landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í upphafi næsta árs geta þegar byrjað að skipuleggja ferðina og kannað t.d. framboð og verð á gistingu í Kristianstad í Svíþjóð. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Kristianstad er á suðausturhluta Skáns, liggur að Eystrasalti.


Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, staðfesti við handbolta.is í kvöld að ákveðið hafi verið að íslenska landsliðið leiki í riðlakeppni HM í Kristianstad.


Ísland verður í D-riðli og leikur 12., 14., og 16. janúar. Komist íslenska liðið upp úr riðlinum áfram í millriðla flytur það sig um set til Gautaborgar. og leikur 18., 20. og 22. janúar við lið úr C-riðli þar sem m.a. verða að öllum líkindum Evrópumeistarar Svía.


Ísland verður semsagt í fyrsta styrkleikaflokki mótsins þegar dregið verður í riðla í Katowice í Póllandi laugardaginn 2. júli.


Af þeim liðum úr fyrsta styrkleikaflokki sem hefur verið raðað niður í riðla verða Spánverjar í A-riðli í Kraká, Svíar í C-riðli í Gautaborg, Ísland í D-riðli í Kristianstad, Þjóðverjar í A-riðli í Katowice, Norðmenn í F-riðli í Kráká og Danmörk í H-riðli í Malmö. Króatar verða að öllum líkindum í G-riðli í Jönköping og Frakkar ásamt gestgjöfum Pólverja í B-riðli í Katowice.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -