Tveir leikir hefjast á Íslandsmótinu í handknattleik klukkan 16 í dag. Haukar og Selfoss mætast í Olísdeild kvenna og Þór Akureyri og ungmennalið Fram leika á Dalvík.
Til stóð að Hörður og Selfoss reyndu með sér í Olísdeild karla á Ísafirði. Leiknum var frestað fyrir nokkrum mínútum vegna ófærðar. Ekki var flugfært á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.
Handbolti.is ætlar að freista þess að fylgjast með leikjunum tveimur og uppfæra stöðuna jafnt og þétt frá upphafi til enda.
- Auglýsing -