- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikstjórnandi Þórs úr leik

Hætt er við að Valþór Atli Guðrúnarson fór örðu sinn úr axlarlið á innan við mánuði í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Valþór Atli Guðrúnarson, leikstjórnandi Þórs Akureyri, leikur ekki með liðinu á næstunni eftir að hafa farið úr axlarlið þegar um 20 mínútur voru eftir af viðureign Vals og Þórs í Olísdeild karla í Origohöllinni á Hlíðarenda í gærkvöld. Frá þessu er greint á akureyri.net.


Valþór Atli skall harkalega í gólfið eftir að hafa skorað sjötta mark sitt í leiknum og komið Þór marki yfir, 20:19. Þórsliðið lék vel í gærkvöldi og lét Valsliðið svo sannarlega hafa fyrir sigrinum. Þór var meira og minna með yfirhöndina í leiknum.

„Það á ekki af Valþóri Atla að ganga. Hann hefur áður farið úr axlarlið báðum megin og farið í aðgerðir í kjölfarið. Fagfólki tókst að koma honum í liðinn strax inni á vellinum, áður en hann gekk út af. Valþór fer í myndatöku á morgun og eftir það verður hugsanlega ljóst hvenær hann getur hafið æfingar á ný, eða hvort hann þarf jafnvel í aðgerð,“ segir ennfremur í frétt akureyri.net.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -