- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikur ekki meira með Íslandi á HM – er farinn heim

Alexander Petersson gæti orðið þýskur meistari í vor með Flensburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alexander Petersson leikur ekki fleiri leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi. Hann kvaddi íslenska hópinn í gærkvöld eftir viðureignina við Sviss. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Handknattleikssamband Íslands var að senda frá sér.

Í henni segir að Alexander hafi haldið heim til Þýskalands af persónulegum ástæðum sem ekki eru frekar tíundaðar í tilkynningunni.


Handbolti.is greindi frá því snemma í morgun að Alexander hafi samið við þýska liðið Flensburg um að leika með því út leiktíðina. Ekki er hægt að útiloka að brotthvarf hans frá Egyptalandi tengist þessum breytingum en Alexander hefur undanfarin níu ár leikið með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

„Alexander hefur tekið þátt í öllum fjórum leikjum Íslands það sem af er á HM í handbolta í Egyptalandi og skoraði hann samtals 7 mörk í leikjunum.

HSÍ vill þakka Alexander kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og samveruna frá því að landsliðið kom saman til æfinga 2. janúar síðastliðinn,“ segir ennfremur í tilkynningu Handknattleikssambands Íslands vegna brottfarar Alexanders.

Þar með eru 18 leikmenn eftir í íslenska hópnum og framundan tveir leikir, við Frakka á morgun og við Norðmenn á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -