- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lékum frábærlega í 45 mínútur

Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við lékum frábærlega í 45 mínútur en þegar Döhler fór að verja eins og berserkur þá skildu leiðir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir sex marka tap, 33:27, fyrir FH í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld.


„Stutta skýringin á tapinu er markvarslan og hraðaupphlaup sem FH-ingar fengu í kjölfarið. Þannig tókst þeim að draga úr okkur tennurnar. Mér fannst margt gott hjá okkur í þessum leik. Fyrri hálfleikur var frábær og í síðari hálfleik þá lékum við okkur í þau færi sem vildum fá en því miður þá tókst okkur ekki að nýta þau vegna stórleiks Döhlers. Munurinn á liðunum var markvarslan.
Það var margt gott í þessu til að byggja á fyrir framhaldið þegar við fáum fleiri leikmenn inn í hópinn. Þrándur Gíslason kemur inn í næsta leik eftir að hafa tekið út leikbann og fleiri bætast við á næstu vikum. Ég veit að við eigum eftir að koma sterkir út úr þessu þegar fram líða stundir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við handbolta.is að Varmá í kvöld.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -