- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lena Margrét hleypur í skarðið fyrir Birnu Berg

Lena Margrét Valdimarsdóttir var kölluð inn í landsliðið í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur kallað Lenu Margréti Valdimarsdóttur leikmann Fram inn í landsliðshópinn sem kemur saman í dag til æfinga.

Lena Margrét kemur í stað Birnu Berg Haraldsdóttur úr ÍBV sem meiddist í síðari hálfleik í viðureign ÍBV og ÍR í Olísdeildinni á síðasta fimmtudag.


Lena Margrét á fimm A-landsleiki að baki. Hún gekk á nýjan leik til liðs við Fram í sumar eftir tveggja ára veru hjá Stjörnunni. Lena hefur skorað 34 mörk í fyrstu fimm leikjum Fram í Olísdeildinni í haust.

Landsliðið hefur í dag undirbúning fyrir tvo leiki í undankeppni EM. Fyrri viðureignin verður gegn Lúxemborg á Ásvöllum á miðvikudaginn. Leikurinn hefst kl. 19.30 og frítt er inn í boði Boozt.

Síðari viðureignin verður í Þórshöfn í Færeyjum á sunnudaginn eftir liðlega viku gegn færeyska landsliðinu. Leikirnir verða þeir fyrstu hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM sem fram fer í desember á næsta ári í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi.

Æfingahópurinn fyrir leikina við Lúxemborg á Ásvöllum á miðvikudagskvöld og við Færeyjar í Þórshöfn á sunnudag er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1).
Hafdís Renötudóttir, Val (44/2).
Sara Sif Helgadóttir, Val (7/0).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (39/58).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (10/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (6/5).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (3/10).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (94/103).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (5/7).
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2).
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram (5/3).
Lilja Ágústsdóttir, Val (8/2).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (32/49).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56).
Thea Imani Sturludóttir, Val (62/114).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (32/21).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -