- Auglýsing -
- Auglýsing -

Létu ekki tækifæri á tveimur stigum sér úr greipum ganga

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Í harðri toppbaráttu Grill66-deildar kvenna létu leikmenn ÍR ekki tækifæri á tveimur stigum sér úr greipum ganga í gærkvöld þegar þeir sóttu ungmennalið HK heim í Kórinn. ÍR-liðið tók öll völd í leiknum í síðari hálfleik og vann með átta marka mun, 32:24.


ÍR er þar með komið upp í annað sæti deildarinnar. Liðið er með 25 stig eftir 15 leiki og er tveimur stigum á eftir FH sem hefur leikið sautján sinnum. Lið Selfoss er í öðru sæti með 24 stig en á aðeins 14 leiki að baki. Leikjadagskráin gekk talsvert úr skorðum í janúar og febrúar og vegna veirunnar og eins og hefur veður og færð sett talsvert strik í reikninginn.


Ungmennalið HK var tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik í leiknum í Kórnum í gær, 15:13.


Mörk HK U.: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 7, Embla Steindórsdóttir 6, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Amelía Laufey Miljevic 3, Margrét Guðmundsdóttir 2, Telma Medos 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.

Mörk ÍR: Hildur María Leifsdóttir 8, Karen Tinna Demian 8, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 5, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Fanney Ösp Finnsdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -