- Auglýsing -

Leyst undan samningi eftir margra vikna vandræði

- Auglýsing -


Eftir hátt í fimm vikna æfingabann hefur handknattleikskonan Christina Pedersen verið leyst undan samning hjá danska úrvalsdeildarliðinu Viborg HK. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá Pedersen sem var komin út í horn hjá Viborg eftir að aðrir leikmenn liðsins neituðu að æfa og leika með henni.

Vandræðagangur á Viborg

Töluverður vandræðagangur var á forráðmönnum Viborg í gær. Félagið sendi frá sér tilkynningu í gær um brottför Pedersen, skömmu eftir að þjálfari liðsins, Ole Bitsch, sagði starfi sínu lausu. Tilkynningin var skyndilega dregin til baka eftir nokkrar mínútur en síðan endurbirt síðdegis og Pedersen kvödd.

Tókst ekki að bera klæði á vopnin

Pedersen var markahæsti leikmaður Viborg á síðustu leiktíð og skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í maí. Þegar leikmenn komu saman til æfinga síðla í júlí sprakk allt í loft upp þegar leikmenn Viborg sögðu að félagið stæði fram fyrir að velja á milli þeirra eða Pedersen. Eftir margra vikna tilraunir til þess að bera klæði á vopnin varð niðurstaðan sú að Pedersen rær á ný mið.

Engar opinberar skýringar

Ekki hefur verið gefið upp af hverju elda loguðu á milli leikmanna annarsvegar og Pedersen hinsvegar.

Sofia Bæk handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku telur líklegast að Pedersen gangi til liðs við félagslið utan Danmerkur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -