- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lifa enn í voninni

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach halda enn í vonina um að ná öðru af tveimur efstu sætum þýsku 2. deildarinnar og flytjast þar með upp í efstu deild í lok keppnistímabilsins. Í kvöld vann Gummersbach lið Elbflorenz frá Dresden á heimavelli, 32:29, í hörkuleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.


Gummersbach er þremur stigum á eftir N-Lübbecke og Hamburg þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar.


Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach að þessu sinni. Austurríski hornamaðurinn, Raul Santos, sem Hákon Daði Styrmisson leysir af á næsta keppnistímabili fór mikinn í kvöld og skoraði 11 af mörkum Gummersbach-liðsins, þar af þrjú úr vítaköstum.


Mindaugas Dumcius, örvhent skytta frá Litáen sem eitt sinn lék með Akureyri handboltafélagi, skoraði fimm mörk fyrir Elbflorenz sem er í fjórða sæti deildarinnar, stigi á undan Íslendingaliðinu EHV Aue.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -