Lilja Ágústsdóttir og félagar í sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi mæta Kungälvs HK í fyrsta sinn í kvöld átta liða úrslitum um meistaratitilinn. Leikið verður í Kungälv. Liðið sem fyrr vinnur þrjár viðureignir tekur sæti í undanúrslitum.
Næsti leikur verður í Lundi 5. apríl og þriðji leikur í Kungälv laugardaginn 9. apríl. Fjórði og fimmti leikir eru áætlaðir 14. og 17. apríl ef þörf verður á.
Kungälv hafnaði í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og Lugi var sæti neðar. Hvort lið krækti í 24 stig í leikjunum 22 í deildinni.
Liðin unnu sinn leikinn hvort er þau mættust í deildarkeppninni. Kungälvs HK vann með einu marki í Lundi í lok september, 31:30. Lugi vann öruggan sigur á útivelli í síðari viðureigninni, 27:22.
- Auglýsing -