- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afleitt upphaf og mistækt framhald var fótakefli í Vilnius

Elvar Örn Jónsson sækir að vörn Litáa í landsleik í vor. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir landsliði Litáen, 29:27, í undankeppni EM í handknattleik karla í Vilnius í kvöld eftir að hafa verið undir allan leiktímann. Litáar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9, eftir að hafa verið mikið sterkari fyrstu 20 mínútur leiksins þar sem þeir léku íslenska landsliðið afar grátt.

Þar með verður íslenska landsliðið að vinna Ísrael á sunnudaginn í Schenkerhöllinni til þess að tryggja sér farseðilinn á EM á næsta ári.

Litáar skoruðu sjö af fyrstu tíu mörkum leiksins og tíu af fyrstu fjórtán. Sóknarleikur íslenska liðsins var afleitur og varnarmönnunum gekk illa að hemja helstu kempur Litáa, miðjumanninn Aidenas Malasinskas og stórskyttuna Jonas Truchanovicius.

Leikur íslenska liðsins skánaði mikið á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleik og réði þar ekki hvað minnstu að Ágúst Elí Björgvinsson varði allt hvað af tók í markinu. Staðan í hálfleik, 13:9.

Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í eitt og tvö mörk í síðari hálfleik. Nær komst það ekki og var þar ekki síst mistökum í sóknarleiknum á slæmum köflum sem kom í veg fyrir að metin voru jöfnuð að hálfu Íslands.

Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 8, Bjarki Már Elísson 6, Ólafur Andrés Guðmundsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Ómar Ingi Magnússon 2/2, Viggó Kristjánsson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2.

Varin skot: Ágúst Eli Björgvinsson 11/1, Viktor Gísli Hallgrímsson 6.

Mörk Litháa: Aidenas Malasinskas 12, Jonas Truchanovicius 7, Zanas Virbauskas 6, Mindaugas Urbonas 2, Gerdas Barbarskas 1, Tadas Stankevicius 1.
Varin skot: Giedrius Morkunas 6, Edmundas Peleda 2.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu sem er hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -