Litlu munar á tveimur markahæstu leikmönnum Olísdeildar karla þegar átta umferðir af 22 eru að baki. Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður KA er áfram markahæstur en Eyjapeyinn Elís Þór Aðalsteinsson sækir hart að Bjarna Ófeigi.
Aðeins munar tveimur mörkum á þeim. Þeir hafa skilið aðra leikmenn eftir í bili. Ellefu mörkum munar á Elís Þór og Selfyssingnum Hannesi Höskuldssyni með 64 mörk. Árni Bragi Eyjólfsson, markakóngur Olísdeildar 2021 er fjórði með 62 mörk.
Hér fyrir neðan er listi með nöfnum þeirra sem hafa skoraði 35 mörk eða fleiri í Olísdeildinni í fyrstu átta umferðunum.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 77/19.
Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV, 75/27.
Hannes Höskuldsson, Selfossi, 64/21.
Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu, 62/23.
Baldur Fritz Bjarnason, ÍR, 59/27.
Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR, 51/0.
Símon Michael Guðjónsson, FH, 50/21.
Freyr Aronsson, Haukum, 49/12.
Ágúst Guðmundsson, HK, 48/2.
Morten Linder, KA, 45/8.
Brynjar Hólm Grétarsson, Þór, 44/0.
Ívar Logi Styrmisson, Fram, 44/21.
Birkir Snær Steinsson, Hauku, 43/0.
Jökull Blöndal Björnsson, ÍR, 42/4.
Gunnar Róbertsson, Val, 39/12.
Giorgi Arvelodi Dikhaminjia, KA, 39/0.
Oddur Gretarsson, Þór, 38/13.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum, 38/0.
Garðar Ingi Sindrason, FH, 38/4.
Haukur Ingi Hauksson, HK, 37/0.
Ísak Logi Einarsson, Stjörnunni, 37/0.
Oscar Sven Leithoff Lykke, Aftureldingu, 36/13.
Kristján Ottó Hjálmsson, HK, 35/0.
Andri Erlingsson, ÍBV, 35/0.




