- Auglýsing -
- Auglýsing -

Litum vel út eftir mánaðarhlé

Leikmenn KA fagna góðum sigri í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Fjöldi sókna í þessum leik var hreint ótrúlegur og það kom á óvart hvað menn náðu að halda uppi miklum hraða frá upphafi til enda,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfari KA-liðsins í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Gróttu, 37:33, í Olísdeild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag. Með sigrinum færðist KA upp um eitt sæti í deildinni, upp í áttunda.


„Við vildum að sjálfsögðu hlaupa en við hefðum viljað verjast betur en raun varð á. Við náðum nokkrum stoppum á kafla eftir að ungi markvörðurinn, Bruno Bernat, kom í markið þegar liðið var nokkuð á fyrri hálfleik. Hann varði vel og við náðum að snúa leiknum við. Í síðari hálfleik vorum við síðan alltaf með tök á leiknum og sigurinn aldrei í stór hættu að mínu mati,“ sagði Jónatan Þór sem var eins og gefur að skilja ánægður með sigurinn og sóknarleikinn.

„Sóknarleikur okkar var frábær. Við skoruðum úr hraðaupphlaupum jafnt sem uppstilltum leik. Maður bjóst við fleiri mistökum eftir pásuna. En við litum vel út eftir mánaðarhlé og þrjár handboltaæfingar. Ég er ánægður með mína menn þótt ekki hafi allt gengið upp. Menn fóru í verkefnið af fullri alvöru og af krafti,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -