- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ljóst hvaða lið leika í Meistaradeild karla

Haukur Þrastarson verður með Vive Kielce í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Mynd/EPA
- Auglýsing -

HC PPD Zagreb, Aalborg Håndbold, HBC Nantes, Veszprém, Elverum, Wisla Plock og Celje Lasko fá sæti í Meistaradeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti þetta í morgun. Nantes, Wisla og Celje voru ekki í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð


Auk þeirra var ljóst fyrir að SC Magdeburg, THW Kiel, FC Porto, Dinamo Búkarest, GOG, Barcelona, Paris Saint Germain, Lomza Vive Kielce og Pick Szeged fengju keppnisrétt sem landsmeistarar stigahæstu þjóða Evrópu þegar litið er til árangurs í Evrópukeppni félagsliða á síðustu árum.

HC Motor í Evrópudeildina

Úkraínska meistaraliðið HC Motor slapp ekki í gegnum nálaraugað hjá EHF í morgun. Liðið tekur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á leiktíðinni sem framundan er og þarf ekki að fara í gegnum forkeppni.


Einnig fengu Granolles, Sporting, Minaur Baia Mare, Kadetten Schaffhausen og Ystads IF HF synjun um sæti í Meistaradeildinni sem leikin verður að vanda í tveimur átta liða riðlum. Dregið verður í riðla á föstudaginn. Fyrstu leikir á nýju leikári í Meistaradeildinni fara fram 14. og 15. september.

Sjö Íslendingar í eldlínunni

Átta Íslendingar verða í eldlínunni með sex af sextán liðum Meistaradeildar á næstu leiktíð. Aron Pálmarsson og Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari með Aalborg, Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður með Nantes, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson með Magdeburg, Orri Freyr Þorkelsson hjá Elverum, Haukur Þrastarson með Lomza Vive Kielce og Bjarki Már Elísson með ungverska liðinu Veszprém.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -