- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Loksins komust Færeyingar í loftið – einkavél bíður í Billund

Færeyska landsliðið komst loksins í lofið á milli hálf þrjú og þrjú í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið í handknattleik og aðstoðarfólk sér loksins fram á að komast frá Færeyjum um klukkan 15 í dag, sólarhring síðar en til stóð vegna svartaþoku við flugvöllinn í Vogum, eina millilandaflugvelli Færeyinga.

Smá birtugat

Smá birtugat myndast í þokubakkann yfir flugvellinum í Vogum áðan sem nægði til þess að flugvél Atlantic Airways sem kom frá Stafangri gat lent. Vélin fer í loftið fyrir klukkan 15 með færeyska landsliðið og aðra farþega áfram til Billund á Jótlandi.

Rakleitt til Skopje

Í Billund bíður einkaflugvél færeyska landsliðsins en hún var pöntuð sérstaklega til þess að flytja liðið og fylgdarfólk rakleitt til Skopje í Norður Makedóníu. Héðan af verður ekki hægt að stóla á áætlunarflug.

Í Skopje á færeyska landsliðið að leika við landslið heimamanna annað kvöld í umspili um sæti á HM. Vonir standa til þess að færeyska landsliðið verði komið inn á hótel í Skopje upp úr miðnætti.

Flugvélin tilbúin til brottfarar í Vogum.

Færeyingar unnu fyrri leikinn á heimavelli, 34:27, og standa vel að vígi en færeyskt landslið hefur aldrei unnið sér inn þátttökurétt á HM í handbolta.

Nú sleppur landsliðið endiliga úr Føroyum

Agnar Prestá blaðamaður sagði í skilaboðum til handbolta.is í þann mund sem hann var að ganga um borð í flugvél Atlantic Airways í Vogum um klukkan hálf þrjú að þungu fargri væri af öllum létt eftir spennuþrunginn sólarhring.

Þokunni væri ekki að létta í Vogum. Óvíst er hvort fleiri flugvélar muni lenda í Vogum í dag en sú eina sem kom frá Stafangri eins og frelsandi engill.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -