-Auglýsing-

Lokuðum vörninni og litum ekki um öxl eftir það

- Auglýsing -


„Við reiknuðum með hörkuleik eftir góða frammistöðu Selfoss gegn Val í síðustu umferð. Reyndar var smá hikst á okkur í upphafi en þegar okkur tókst að loka vörninni þá litum við aldrei um öxl,“ sagði Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram kampakátur með fyrsta sigur Framara í Olísdeild kvenna undir hans stjórn í dag.

Fram vann Selfoss, 40:31, í markaleik í Lambhagahöllinni.


„Um leið og lifnaði yfir vörninni þá fengum við einnig hraðaupphlaup sem auðvelduðu okkur róðurinn,“ bætti Haraldur við en hann tók við þjálfun Framliðsins í sumar. Um leið varð mikil uppstokkun á leikmannahópnum og reyndir leikmenn rifuðu seglin og yngri tóku við.

Lengra viðtal við Harald er í myndskeiði hér fyrir ofan.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Framarar fóru nokkuð létt með Selfyssinga

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -