- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lonac bætir við tveimur árum á Akureyri

Matea Lonac var frábær í marki KA/Þórs í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Matea Lonac, markvörður, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið KA/Þórs og er nú samningsbundin fram á mitt ár 2025.

Lonac hefur verið í herbúðum KA/Þórs frá 2019 og á þeim tíma verið ein af betri markvörðum Olísdeildar kvenna. Hún lék stórt hlutverk í sigurliði KA/Þórs í Olísdeildinni og bikarkeppninni 2021.

Best í vetur

„Á nýliðnum vetri var Matea valin besti leikmaður KA/Þórs en hún var með 33,3% markvörslu á tímabilinu. Það er gríðarlega sterkt að halda Mateu áfram innan okkar raða en auk þess að vera mögnuð innan vallar er hún gríðarlega sterkur karakter sem hefur komið frábærlega inn í starf félagsins,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar KA en þar á bæ er tíðindunum vitanlega fagnað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -