- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslitastund er að renna upp

Fréttatilkynning frá Handknattleiksdeild Harðar á Ísafirði:

Þá er úrslitastundin runnin upp. Síðasti leikurinn á tímabilinu og allt undir. 

Hörður fær Þór í heimsókn föstudaginn 8. apríl [í kvöld] klukkan 19:30 á Torfnesi. Þetta er síðasti leikurinn á tímabilinu og sæti í efstu deild og deildarmeistaratitill undir. Herði vantar bara eitt stig úr leiknum til að tryggja sér þetta tvennt og því dugar jafntefli úr þessum leik og því yrði sigur stór plús. 

Graphical user interface, application, table

Description automatically generated

Svona er staðan í deildinni fyrir síðustu umferðina. Fyrir þá sem eru nýir um handbolta þá fást tvö stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. ÍR eru einu stigi á eftir Herði en ÍR-ingar eiga skyldu sigur á föstudaginn og því má búast við því að þeir kræki sér í tvö stig í síðasta leiknum sínum. Hörður hinsvegar unnu báða leikina gegn ÍR á tímabilinu og því með sigur innbyrðis á þá, því dugar Herði aðeins eitt stig gegn Þór og endar þannig með jafn mörg stig og ÍR en vinnur innbyrðis á þá og því endar Hörður í fyrsta. 

Þór eru að koma vestur eftir erfiða síðustu helgi í Reykjavík , Þór átti þar tvo leiki á tveim dögum þar sem leikur sem átti að fara fram fyrr í vetur var frestað vegna covid. Þór mætti ungmennaliði Hauka á laugardeginum sem endaði 34-29 fyrir Haukum U og svo á sunnudeginum var það ungmennalið Vals sem endaði 36-29 fyrir Val U. Tveir tap leikir í röð fyrir Þórsara og því munu þeir eflaust koma reiðir og til í hörku slag á föstudaginn gegn Herði. 

Smá skilaboð frá stjórn Harðar: „Við í Herði viljum þakka öllum sem komu á leikinn okkar síðasta sunnudag gegn Fjölni, stemmingin var mögnuð og fannst öllum leikmönnum magnað að fá að spila fyrir framan svona marga stuðningsmenn, gleðin eftir leik var svo mikil að það mátti sjá tár brjótast út hjá sumum vegna þakklætis til hvers og eins sem mætti að styðja við okkur. Við vonum innilega að við sjáum sem flesta aftur á Torfnesi á föstudaginn og að við getum lyft deildarmeistarabikarnum fyrir framan fullt hús af fólki“ 

Látum sjá okkur og fyllum húsið á föstudaginn og styðjum strákanna okkar ekki bara til sigurs í þessum leik, heldur einnig til sigurs í deildinni. 

Eins og alltaf þá er FRÍTT INN á alla leiki hjá handboltanum og því engin ástæða að mæta ekki. 

Hlökkum til að sjá sem flesta!!

Ein heild, eitt lið, HÖRÐUR!!!

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -