- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson og nýr liðsmaður US Ivry fór aftur í röntgenmyndtöku með brotnu ristina á síðasta föstudag í París. Þar var staðfest að hann þarf ekki að gangast undir aðgerð vegna brotsins sem mun gróa jafnt og þétt.
Darri er nú kominn með göngugifs um hægri ristina. Í skilaboðum til handbolta.is sagði Darri að vonir standi til að hann verði laus við það eftir tvær vikur. Darri er nú með Ivry-liðinu í æfingabúðum í Ölpunum og tekur þátt í þeim eins og mögulegt er.
Eins og fram kom fram fyrst á handbolta.is á dögunum þá ristarbrotnaði Darri skömmu fyrir brottför til Parísar rétt fyrir miðjan þennan mánuð. Um er að ræða álagsbrot í hægri ristinni og segja má að það hafi komið upp úr þurru eins og hann lýsti í samtali.
Darri, sem leikið hefur með Haukum undanfarin ár, samdi við Ivry í vor til þriggja ára. Ivry kom upp í 1. deild í vor eftir eins árs veru í 2. deild. Fyrsti leikur Ivry í 1. deildinni verður á heimavelli 9. september gegn Cesson-Rennes.
- Auglýsing -