- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lovísa er á förum frá Val

Lovísa Thompson er mætt til leiks á ný með Val. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonan Lovísa Thompson hefur leikið sinn síðasta leik með Val, alltént í fyrirsjáanlegri framtíð. Hún staðfesti brottför sína frá félaginu í samtali við Vísir eftir að Valur tapaði fyrir Fram í úrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í gærkvöld. Ekki kom fram hvert hugur hennar stefnir en víst er að um er að ræða félag utan landsteina Íslands.


„Það kemur í ljós á næstu dögum en ég verð allavega ekki áfram í Val,“ sagði Lovísa í samtali við Vísir/Stöð2sport.



Lovísa gekk til liðs við Val fyrir fjórum árum frá uppeldisfélagi sínu Gróttu hvar hún sló í gegn með meistaraliði félagsins aðeins 15 ára gömul. Síðan hefur Lovísa verið í hópi fremstu handknattleikskvenna hér á landi, kjölfesta Valsliðsins og burðarás í landsliðinu. Alls hefur Lovísa, sem er á 23. aldursári, leikið 29 landsleiki og skorað í þeim 69 mörk.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -