- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lovísa setur sjálfa sig í fyrsta sæti – leitar gleðinnar á ný

Lovísa Thompson, tekur sér frí frá handknattleik um ótiltekinn tíma. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Lovísa Thompson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í handknattleik, ætlar að rifa seglin um stundarsakir og taka sér hlé frá handknattleik þangað til hún finnur löngunina á nýja leik. Hún ætlar að sleppa takinu af Lovísu Thompson og vera bara Lovísa um tíma, eins og hún orðar það sjálf í einlægri færslu á Instagram í dag á 22 ára afmælisdegi sínum.


Lovísa segir þar m.a það hafa verið orðið kvöl að mæta á æfingar og líðan á leikvellinum hafi ekki verið góð. Nú sé kominn tími til að setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný.

Lovísa í landsleik við Svía fyrir nærri þremur vikum. Mynd/EHF


„Líf mitt hefur gengið út það að flestar ákvarðanir eru teknar út frá handboltalegu sjónarhorni, hvað er best svo það hagnist mér í handboltanum. Vissulega er þetta hugarfarið sem þarf til þess að verða afreksíþróttamaður en þegar ástríðan og gleðin er horfin þá er löngunin ekki til staðar,“ skrifar Lovísa m.a. í færslu sinni en hana má lesa í heild hér neðst.


Lovísa sló í gegn með Gróttu þegar hún var á grunnskólaaldri er hún lék stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði félagsins.


„Íþróttirnar kenna manni svo ótrúlega margt og eru ómetanlegar en geta líka snúist í andhverfu sína ef maður missir sjónar af því sem skiptir máli.“


Um þessar mundir fái hún aðstoð og ráð úr ýmsum áttum og sé staðráðin í að nýta ferlið sem nú er hafið til draga lærdóm af til framtíðar.


Færslu sinni lýkur Lovísa á að þakka þeim sem stutt hafa og styðja við bakið á henni. Hún klykkir út með þessum orðum:

„Núna ætla ég að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný!


Ætla aðeins að sleppa takinu af Lovísu Thompson og vera bara Lovísa í smá!“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -