- Auglýsing -
Lúðvík Thorberg Arnkelsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Olísdeildarlið Gróttu. Lúðvík er 24 ára gamall og leikur aðallega sem leikstjórnandi og skytta. Hann hefur skorað 29 mörk í Olísdeildinni í vetur og átt 24 stoðsendingar.
Lúðvík hefur undanfarin tvö árin leikið með Gróttu en hann er uppalinn hjá Fram í Safamýri.
„Það eru virkilega góð tíðindi að Lúðvík verði áfram í herbúðum okkar enda hefur hann leikið fantavel með liðinu í vetur, bæði sóknar- og varnarlega. Það er von okkar að hann muni halda áfram að þróa leik sinn enn frekar enda býr mikið í Lúlla,“ segir Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttuliðsins í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.
Leikmenn Gróttu eru farið að klæja í lófana eftir að flautað verður til leiks i Olísdeildinni eftir talsvert hlé. Þeir sækja Stjörnuna heim í TM-höllina annað kvöld þegar 18. umferð fer fram í heilu lagi með sex viðureignum.
Leikir Olísdeildar karla á morgun:
Kl. 18: Fram – KA.
Kl. 18: Afturelding – ÍBV.
Kl. 19.30: Stjarnan – Grótta.
Kl. 19.30: Haukar – Víkingur.
Kl. 19.30: FH – Valur.
Kl. 19.30: Selfoss – HK.
Staðan í Olísdeild karla.
- Auglýsing -