„Annan leikinn í röð grófum við okkur holu í fyrri hálfleik. Við verðum að skoða hvernig á því stendur. Við verðum að lofa okkur að það gerist ekki aftur,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson næst markahæsti leikmaður Aftureldingar gegn FH í kvöld þegar handbolti.is hitti hann eftir tapleikinn í Kaplakrika í kvöld, 30:28.
„Það er erfitt gegn jafn sterku liði og FH að elta allan leikinn. Við fengum svo sem tækifæri til þess komast nær þeim en þeir höfðu gæðin til þess að vinna í lokin,“ sagði Árni Bragi ennfremur og átti þar sérstaklega við Aron Pálmarsson. Árni Bragi sagði að yfirvegun og ró hafi skinið af Aroni þegar Aftureldingarmenn hafi minnkað muninn á síðustu mínútum. „Hann smitar út frá sér,” sagði Árni Bragi.
Afturelding fær Selfoss í heimsókn að Varmá eftir viku í annarri umferð Olísdeildar karla.
Nánar er rætt við Árna Braga hér fyrir neðan. Hlusta má að viðtalið í heild með því að smella á örina.