- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Má ekki koma fyrir aftur“

Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Við mættum ekki til leiks. Þetta var einn af þessum hálfleikum þar sem ekkert gengur upp, bara alls ekkert,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar spurður út í hvað það hafi verið sem hans menn buðu upp á í fyrri hálfleik gegn Val í Origohöllinn í gærkvöld. Að honum loknum var Afturelding 11 mörkum undir, 21:10, og átti eftir það aldrei möguleika á að fá neitt út úr leiknum sem liðið tapaði svo með níu marka mun, 30:21.


„Það var sama hvað við reyndum að gera. Ekkert gekk upp. Vissulega vorum við mæta liði sem hefur átt misjöfnu gengi að fagna og ljóst að það myndi leggja allt í sölurnar. Við vorum bara ekki tilbúnir í að mæta Valsmönnum í þeim ham sem var á þeim að þessu sinni. Það gekk hreinlega ekki nokkur skapaður hlutur upp hjá okkur,“ sagði Gunnar fremur þungur á brún.


„Seinni hálfleikur var skárri. Þá var smá barátta í mönnum og markvarslan var skárri. En úrslitin voru ráðin í hálfleik,“ sagði Gunnar sem var afar óánægður með fyrri hálfleik gegn Val og síðari hálfleikinn á móti ÍBV í síðustu viku. Gunnar sagði ljóst að lið hans vær brokkgengt um þessar mundir.


„Að þessu sinni var botninum náð. Við getum ekki boðið upp á spilamennsku eins og þá sem við sýndum í fyrri hálfleik. Þetta má ekki koma fyrir aftur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við handbolta.is í Origohöllinni í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -