- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Maður lét sig dreyma um það fyrir EM“

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari og leikmenn bíða spennt eftir að dregið verður í umspil HM. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Maður lét sig dreyma um það fyrir EM að ná þessu markmiði því það léttir aðeins róðurinn við að tryggja sér keppnisrétt á HM að vera í efri flokknum. Það er alveg ljóst,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik um þá staðreynd að Ísland verður í fyrsta sinn í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilsleikina fyrir HM 15. desember. Sextánda sæti íslenska landsliðsins fleytir Íslandi í efri flokkinn í fyrsta sinn eins og handbolti.is sagði frá gærmorgun.


„Nú bíðum við spennt eftir að dregið verði og í ljós kemur hvaða liði við mætum í umspilinu. Þar á eftir verður það í okkar höndum að nýta tækifærið sem gefst,“ sagði Arnar og undirrstrikaði að um enn einn nýjan áfanga væri að ræða hjá kvennalandsliðinu.

„Fyrst tókst okkur vinna keppnisrétt á EM, síðan unnum við okkar fyrsta leik á og nú bætist við að vera komin í efri styrkleikaflokk þegar dregið verður í HM umspilið. Þetta er allt mjög jákvætt,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við handbolta.is.

Hverjum getur Ísland mætt?

  • Norður-Makedónía, Króatía, Tyrkland, Serbía, Portúgal, Úkraína, Slóvakía sem öll voru með á EM. Einnig verða fjögur landslið sem ekki komust inn á EM í neðri flokknum: Ísrael, Ítalía, Kósovó, Litáen. Öll voru þau með í forkeppni sem fram fór á dögunum.
  • Dregið verður sunnudaginn 15. desember í Vínarborg.
  • Umspilsleikirnir verða 9. eða 10. apríl og 12. eða 13. apríl á næsta ári.
  • HM kvenna verður haldið í Hollandi og Þýskalandi frá 27. nóvember til 14. desember 2025.
  • Fyrir HM 2023 tók íslenska landsliðið þátt í forkeppnisleikjum við Ísrael síðla árs 2022. Eftir sigur í þeim var Ísland í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspil HM 2023 og var í svipaðri stöðu og Ísrael, Ítalía, Kósovó og Litáen eru nú.
  • Ísland var í neðri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilsleiki og dróst á móti Ungverjalandi. Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi en fékk síðar boð um þátttökurétt á HM, wild card.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -