- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Maður verður að treysta sjúkraþjálfurunum“

Andrea Jacobsen handknattleikskona hjá Kristianstad í Svíþjóð. Mynd/Kristianstad Handboll
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Andrea Jacobsen reiknar með að byrja aftur að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Kristianstad í lok mars eða í byrjun apríl. Hún sleit krossband í febrúar og hefur síðan verið í endurhæfingu og uppbyggingu.


Andrea var með í sigtinu að byrja fyrr þegar handbolti.is talaði við hana á haustdögum en nú hefur því verið seinkað vegna tilmæla sjúkraþjálfara eftir að niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að ráðlegast sé að hefja ekki keppni í handknattleik á nýjan leik fyrr en 13 til 14 mánuðum eftir aðgerð. „Maður verður að treysta sjúkraþjálfurunum,“ sagði Andrea létt í bragði.

„Tilmælunum hér í Svíþjóð hefur verið breytt um hvenær æskilegt er að byrja aftur að spila eftir krossbandsslit. Þessi tilmæli er til komin eftir að niðurstöður rannsókna benda til að mikið af endurslitum verði vegna þess að farið er fyrr af stað en þetta, 13 til 14 mánuðum eftir aðgerð,“ sagði Andrea þegar handbolti.is tók púlsinn á henni í gær.


„Sjúkraþjálfarar telja nú best að byrja ekki fyrr en um 13-14 mánuðum eftir aðgerð. Mér fannst frekar fúlt að heyra þetta vegna þess að ég hafði hugsað mér að byrja aftir að spila núna í lok febrúar, ekki síst vegna þess að mér hefur gengið mjög vel í endurhæfingunni. Ég stefni í staðinn á að byrja í lok mars eða í byrjun apríl. Allt fyrir þann tíma er bónus,“ sagði Andrea Jacobsen landsliðskona í handknattleik og leikmaður hjá Kristianstad.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -