- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta Finnum í annarri umferð

Leikmenn íslenska landsliðsins hvetja samherja sína inni á leikvellinum til dáða í leiknum við Hvít-Rússa í gær. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Næsti leikur U19 ára landsliðsins í B-deild Evrópumótsins í handknattleik i Skopje í Norður Makedóníu verður á morgun, mánudag, gegn landsliði Finna. Leikurinn hefst klukkan 11 að íslenskum tíma. Finnar töpuðu í gær í fyrstu umferð fyrir Pólverjum, 34:23. Eins og kom fram á handbolta.is í gær þá tapaði Ísland naumlega fyrir Hvíta-Rússlandi, 23:22, í hörkuleik.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Katrín Tinna Jensdóttir (5) verjast Daryu Vaklulich. Mynd/EHF


Leikið er í tveimur riðlum í Skopje. Ísland er í A-riðli en í B-riðli eru landslið Hollands, Norður Makedóníu, Bosníu, Kósovó og Færeyja. Holland vann stórsigur á Kósovó í gær, 53:14, og Norður Makedónía lagði Bosníu, 39:28. Færeyska landsliðið mætir til leiks í dag og leikur gegn landsliði Kósovó.


B-deild Evrópumóts 19 ára landsliða fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar í Norður-Makedóníu og hinsvegar á Ítalíu. Á morgun verður flautað í fyrsta sinn til leiks á Ítalíu.


A-deild Evrópumótsins, en í henni taka þátt 16 bestu lið Evrópu um þessar mundir, er leikin í Slóveníu. Eftir tvær umferðir eru Þýskaland, Svíþjóð, Rússland, Frakkland og Ungverjaland með fullt hús stig. Keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -