- Auglýsing -

HMU21: Mæta Grikkjum á sunnudag – Egyptum á mánudag

- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Grikkjum á sunnudaginn í fyrri viðureign sinni í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Flautað verður til leiks klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Áfram verður leikið í Aþenu.

Daginn eftir leikur íslenska liðið við Egypta. Viðureignin sú byrjar einnig klukkan 14.30.

Egyptar og Íslendingar hefja leik með tvö stig en Grikkir og Serbar verða án stiga.

Í milliriðlum verða 16 lið. Þeim hefur verið raðað niður í fjóra fjögurra liða riðla.

Tvö efstu í átta liða úrslit

Eftir að milliriðlakeppninni lýkur á mánudag fara tvö efstu lið hvers riðils áfram í átta liða úrslitum sem leikin verða í Max-Schmeling Halle í Berlin á næsta fimmtudag. Sigur í öðrum hvorum leiknum mun að öllum líkindum nægja þeim liðum sem byrja með tvö stig til að komast í átta liða úrslit.

Tvö neðstu lið hvers milliriðils leika um níunda til sextánda sæti mótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -