- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta Ísraelsmönnum tvisvar í Eyjum – Harðarleiknum frestað fram í október

Dagur Arnarsson og Sveinn José Rivera og leikmenn ÍBV leika báða leikina við HC Holon í Vestmannaeyjum 10. og 11. september. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september og á ný á sama tíma daginn eftir. Samanlagður sigurvegari úr leikjunum tveimur tekur sæti í annarri umferð. Tapliðið situr eftir með sárt ennið.


Vegna Evrópuleikjanna hefur viðureign ÍBV og Harðar í fyrstu umferð Olísdeildar karla, sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum 9. september, verið frestað til sunnudagsins 2. október.


ÍBV-liðið ríður á vaðið af íslensku félagsliðunum í þátttöku í Evrópubikarkeppninni á komandi tímabili. Haukar og KA mæta til leiks í aðra umferð Evrópubikarkeppni karla og Valur verður með í Evrópudeildinni sem hefst síðla í október.


Kvennalið ÍBV, KA/Þórs og Vals hefja einnig leik í október í Evrópubikarkeppninni en þegar hefur verið dregið til þeirra leikja.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -