- Auglýsing -
Ákveðið hefur verið að viðureign Þórs og FH í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handknattleik hefjist klukkan 19 á miðvikudaginn í Íþróttahöllinni á Akureyri, heimavelli Þórsara. FH vann Hörð í 16-liða úrslitum í gær, nokkuð örugglega, á Ísafirði.
Þór fær heimaleik í átta liða úrslitum af því að andstæðinguirnn, FH, er í efri deild á Íslandsmótinu. Sigurliðið mætir Val í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á Ásvöllum fimmtudaginn 10. mars.
Tveimur sólarhringum eftir viðureignina við Þór í Íþróttahöllinni mætir FH-liðið aftur til leiks á Akureyri. Í þetta sinn fara FH-ingar í KA-heimilið og leika við KA í Olísdeild karla. Leiknum var seinkað vegna bikarleiksins við Þór en til stóð að leikur KA og FH færi fram fyrr í þessari viku.
Viðureign FH og ÍBV sem átti að fara fram um nýliðna helgi en varð að fresta vegna leiksins við Hörð í Coca Cola-bikarnum verður miðvikudaginn 30. mars í Kaplakrika.
- Auglýsing -