- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mætast tvisvar á innan við viku

Zita Szucsanszki, grænklædd, og félagar verða í eldlínunni í Meistaradeildinni í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir leikir eru á dagskrá í dag í Meistaradeild kvenna. Um er að ræða leiki sem var frestað fyrr í vetur sökum heimsfaraldursins sem geisar um álfuna. Í A-riðli mætast FTC og Metz og fer leikurinn fram í Ungverjalandi en svo skemmtilega vill til að þessi lið eiga líka að mætast á næstkomandi sunnudag en þá á heimavelli Frakkanna.

FTC hafa átt erfitt uppdráttar á heimavelli til þessa en Metz vonast til að ná fylgja á eftir góðum sigri þeirra gegn Krim um síðustu helgi. Hinn leikurinn er á milli Valcea og Buducnost í B-riðli þar sem að þær rúmensku vonast til þess að ná öðrum sigurleik sínum í röð.

Leikir dagsins

A-riðill

FTC – Metz | Miðvikudagur 20. janúar  kl 17.45

  • Þessi leikur átti að upphaflega að vera í 3. umferð.
  • Metz situr í öðru sæti riðilsins með 12 stig úr átta leikjum en FTC er í því fimmta með 10 stig úr níu leikjum.
  • Franska liðið ferðaðist beint til Ungverjalands frá Slóveníu þar sem þær mættu Krim um síðustu helgi
  • Ungverska liðið tapaði sínum þriðja heimaleik um síðustu helgi þegar þær lutu í lægra haldi fyrir Esbjerg. Aðeins Bietigheim og Krim hafa verri árangur á heimavelli í A-riðlinum.
  • Metz hefur samið við frönsku landsliðskonuna Chloe Valentini fyrir næsta tímabil og auk þess endursamið við nokkra lykilleikmenn, meðal annars þær Orlane Kanor og Louise Burgaard.
     

B-riðill

Valcea – Buducnost | Miðvikudagur 20. janúar  kl 16

  • Þessi leikur átti upphaflega að fara fram í 7.umferð.
  • Eftir sex tapleiki í röð kom loks að fyrsta sigurleiknum hjá Valcea þegar þær sigruðu Podravka um síðustu helgi, 27-25.
  • Með þeim sigri komst rúmenska liðið upp fyrir bæði Dortmund og Podravka og sitja nú í sjötta sæti.
  • Buducnost komst nálægt því að sigra franska liðið Brest í síðustu umferð þar sem liðin gerðu jafntefli 28-28 eftir að Buducnost var yfir í hálfleik, 18-11.
  • Svartfellska liðið hefur fengið þrjú stig úr síðustu tveimur leikjum sínum eftir að goðsögnin Bojana Popovic tók við þjálfuninni.
  • Fyrri leik þessara liða lauk með eins marks sigri Buducnost, 29-28.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -