- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mætt á ný eftir góða pásu

Lovísa Thompson í leik með Val fyrir ári síðan. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Landsliðskonan í handknattleik, Lovísa Thompson, lék á ný með Val í gær eftir að hafa tekið sér frí frá handknattleik síðan í byrjun október að hún tók þátt í landsleik Íslands og Svíþjóðar í Eskilstuna í Svíþjóð. Lovsía sagðist þá ætla að taka sér hlé frá handknattleik þar til hún fyndi löngunina á nýjan leik. „Ætla aðeins að sleppa takinu af Lovísu Thompson og vera bara Lovísa í smá!,“ skrifaði hún í einlægri færslu á Instagram í október.

Lovísa mætti einbeitt og hress á leikvöllinn í gær bar ekki á því að hún hafi verið fjarri handboltanum í nærri þrjá mánuði.


„Ég fékk góða pásu. Fyrir mitt leyti var rosalega gott að fara út fyrir íþróttahúsið og prófa nýja hluti en að vera í handbolta og finnst mér ég hafa fengið hreinan hug eftir pásuna,“ sagði Lovísa í samtali við Vísir.is eftir leikinn í gærkvöld.

Samkvæmt tölfræðiveitunni HBStatz skoraði Lovísa fjögur mörk í leiknum við Stjörnuna í gærkvöld, átti sex stoðsedingar, stal boltanum einu sinni og átti eina löglega stöðvun.

Valur tapaði með einu marki í skemmtilegum leik, 26:25, eins og handbolti.is greindi frá hér og einnig í glæsilegri myndasyrpu Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -