Handknattleikskonan Sólveig Lára Kristjánsdóttir hefur hafið æfingar af fullum krafti á nýjan leik með KA/Þór og verður með liðinu í eldlínunni á komandi keppnistímabili. Sólveig Lára tók sér frí frá keppni á síðustu leiktíð meðan hún gekk með og fæddi barn.
Hún skrifaði á dögunum undir nýjan samning við KA/Þórsliðið og styrkir endurkoma hennar ennfrekar hóp Akureyrarliðsins sem lék til úrslita í Coca Colabikarnum í vor.
Sólveig Lára skoraði 88 mörk í 21 leik í Olísdeildinni leiktíðina 2018/2019 og var næst markahæsti leikmaður liðs KA/Þórs. Til viðbótar hafa Sunna Guðrún Pétursdóttir og landsliðskonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir bæst við þéttan hóp KA/Þórs-liðsins frá síðasta keppnistímabili. Sú síðarnefnda flutti heim frá Danmörku eftir meira en áratugadvöl hjá nokkrum af fremstu liðum Evrópu.