- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mættum ekki eins og alvöru menn í síðari hálfleik

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við vorum með þá í fyrri hálfleik og förum inn með sex marka forskot að í hálfleik. Síðan byrjum við síðari hálfleikinn mjög illa á meðan þeir mættu af fullum þunga til leiks. Skyndilega var leikurinn orðinn jafn. Frammistaða okkar í fyrri hluta síðari hálfleiks er bara alls ekki nógu góð,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik sem var skiljanlega vonsvikinn eftir leikinn við Austurríki í lokaumferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann eftir leikinn í Lanxess Arena í Köln.


„Við vorum að leika um keppnisrétt í forkeppni Ólympíuleika, með byr í seglum í hálfleik en mættum bara ekki eins og alvöru menn til leiks í upphafi síðari hálfleiks,“ sagði Sigvaldi Björn og sagðist ekki hafa nokkra skýringu á því af hverju botninn datt úr leiknum á fyrstu 10 til 15 mínútum síðari hálfleiks.

Leikinn vann íslenska liðið, 26:24 sem var ekki nægilega stór til þess að verða ofar en austurríska liðið þegar dæmið er gert upp. Niðurstaðan var ekki nóg til þess að skjóta austurríska landsliðinu ref fyrir rass í kapphlaupinu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna.

„Ef menn vantar orku í hópinn þá er bara að fara í eina alvöru tæklingu til þess að kveikja í mönnum en það var ekki gert. Eins og venjulega þá átti markvörður andstæðinganna stórleik á móti okkur. Nú getum við aðeins vonast eftir að Ungverjar ná í stig gegn Frökkum,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem var markahæstur í íslenska liðinu í leiknum með átta mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -