- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg tyllti sér á toppinn á heimavelli

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Stórlið SC Magdeburg settist í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í framhaldi af öruggum sigri á Eisenach, 38:31, á heimavelli í dag. Á sama tíma tapaði Füchse Berlin í heimsókn til THW Kiel og hefur þar með tapað þremur stigum eins og Magdeburg sem stendur betur að vígi.


Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, og átti eina stoðsendingu í leiknum. Hann hafði sig minna í frammi en stundum áður enda hefur verið gríðarlegt álag á honum síðustu vikur. Svíinn Felix Claar lék við hvern sinn fingur og skoraði 12 mörk í 14 skotum og átti þrjár stoðsendingar.

Janus Daði Smárason skoraði eitt mark og átti fimm stoðsendingar en hann er liðsmaður Magdeburg eins og Ómar Ingi og áðurnefndur Claar.

Melsungen í þriðja sæti

Í hinni viðureign dagsins í þýsku 1. deildinni þar sem íslenskir handknattleiksmenn komu við sögu vann MT Melsungen lið Balingen-Weilstetten, 26:24, á heimavelli. Leikmenn Melsungen máttu hafa talsvert fyrir sigrinum.

Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen og gaf þrjár stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og var fastur fyrir í vörninni.

Oddur með tvö

Oddur Gretarsson skoraði tvisvar fyrir Balingen-Weilstetten, annað úr vítakasti. Daníel Þór Ingason skoraði ekki úr tveimur markskotum. Balingen-Weilstetten rekur áfram lestina í þýsku 1. deildinni með fimm stig, tveimur stigum fyrir ofan Eisenach.
Melsungen er í þriðja sæti, stigi á eftir Magdeburg og Füchse, en hefur leikið einum leik fleira.

Risu úr öskustónni

Meistarar Kiel risu úr öskustónni eftir slæman skell á heimavelli í Meistaradeildinni á fimmtudagskvöldið. Kiel varð í dag fyrst liða til þess að vinna Füchse Berlin á leiktíðinni, 30:26, við mikinn fögnuðu liðlega 10 þúsund áhorfenda í Wunderino Arena í Kiel.

Domagoj Duvnjak fór fyrir Kiel-liðinu í leiknum eins og sönnum fyrirliða sæmir. Hann skoraði níu mörk. Mathias Gidsel skoraði einnig níu mörk fyrir Berlínarliðið.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -