- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnað að draumurinn sé að rætast

Landsliðskonan Elísa Elíasdóttir kveður ÍBV og gengur til liðs við Val. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum mjög spenntar og maður er eiginlega ennþá að átta sig á að þetta sé að verða að veruleika,“ sagði Elísa Elíasdóttir landsliðskona í handknattleik úr Vestmannaeyjum þegar handbolti.is hitti hana að máli rétt áður en íslenska landsliðið fór til Noregs til þátttöku á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Áður en heimsmeistaramótið hefst tekur íslenska landsliðið þátt í fjögurra þjóða æfingamóti í Noregi á fimmtudag, laugardag og sunnudag. Fyrsti leikur Íslands á HM verður í Stavangri 30. nóvember gegn Slóvenum. 

Mamma kemur að sjálfsögðu út á HM og pabbi
auðvitað líka, engin spurning um það

„Það hefur verið draumur síðan maður byrjaði í handbolta að vera í A-landsliðinu sem tekur þátt í stórmóti. Það er magnað að draumurinn sé að rætast,“ sagði Elísa ennfremur en hún slær nú móður sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, ref fyrir rass í þessu efnum því þrátt fyrir langar og farsælan ferlin þá tók Ingibjörg aldrei þátt í stórmóti með landsliðinu. Ingibjörg og eiginmaðurinn Elías Árni Jónsson láta sig ekki vanta á pallana í íþróttahöllinni í Stavangri þegar flautað verður til leiks á HM 30. nóvember. 

„Mamma kemur að sjálfsögðu út á HM og pabbi auðvitað líka, engin spurning um það,“ sagði Elísa sem lengi hefur notið stuðnings foreldra sinna við þátttöku með yngri landsliðum Íslands á síðustu árum. 

„Ég hef verið með á yngri mótum landsliða. Það hefur verið frábær upplifun og góð reynsla en það verður ennþá sætara að fá að fara með stóra liðinu núna. Algjör draumur,“ sagði Elísa Elíasdóttir 19 ára handknattleikskona úr Vestmannaeyjum. 

Leikjadagskrá Posten Cup 23. – 26.nóvember:
Fimmtudagur, Hamar:
Kl. 15.45: Pólland – Ísland.
Kl. 18.15: Noregur – Angóla.
Laugardagur, Hákonshöll:
Kl. 15.45: Noregur – Ísland.
Kl. 18.15: Angóla – Pólland.
Sunnudagur, Hákonshöll:
Kl.13.45: Noregur – Pólland.
Kl.16.15: Ísland – Angóla.

Allir leiktímar eru miðað við klukkuna á Íslandi.

– RÚV sýnir alla leikir Íslands á mótinu.
– Handbolti.is ætlar eftir fremsta megni að fylgjast með leikjum Ísland á mótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -