- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magnaður endasprettur Hauka

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, og leikmenn hans sneru við taflinu gegn Val og unnu. Mynd/Egill Friðjónsson

Haukar skoruðu fimm síðustu mörkin og tryggðu sér bæði stigin gegn Val í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar liðin mættust á Ásvöllum, 26:24. Þegar átta mínútur voru til leiksloka var Valur þremur mörkum yfir, 24:21, og margt stefndi í sigur liðsins enda hafði Valsliðið verið með yfirhöndina frá upphafi.


Leikmenn Hauka og þjálfari liðsins Gunnar Gunnarsson voru á öðru máli. Taflinu var snúið við í snarhasti. Valur var fimm mörkum yfir, 16:11, í hálfleik. Forskot Valskvenna var átta mörk þegar fimm mínútur voru til hálfleiks, 16:8.Margrét Einarssdóttir, markvörður, sem kvaddi Val á síðasta sumri og gekk til liðs við Hauka, átti ekki hvað síst þátt í að snúa leiknum við. Hún varði allt hvað af tók og var með 40% hlutfallsmarkvörslu þegar flautað var til leiksloka.


Þetta var annar tapleikur Vals í röð í Olísdeildinni.


Haukar stukku þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. Þeir hafa 13 stig eftir 11 leiki og eru tveimur stigum á undan KA/Þór sem á leik til góða. Valur er í öðru sæti þremur stigum á eftir Fram sem trónir sem fyrr á toppnum.

Mörk Hauka: Sara Odden 7, Ásta Björt Júlíusdóttir 6/2, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Berta Rut Harðarsdóttir 5, Rakel Sigurðardóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 16/1, 40%.

Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 12/3, Lilja Ágústsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Hildur Sigurðardóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 8/1, 29,6% – Sara Sif Helgadóttir 0.


Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -