- Auglýsing -
Magnús Øder Einarsson fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Fram hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Hann staðfesti þetta við handbolta.is í dag. Magnús Øder hefur verið í herbúðum fram síðan í ársbyrjun 2022 er hann kom frá Selfossi.
„Tímabilið verður spennandi með miklu álagi en um leið skemmtilegt,“ sagði Magnús við handbolta.is. Auk titilvarnar á tvennum vígstöðvum innanlands mun Fram-liðið taka þátt í 32-liða úrslitum riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst um miðjan október.
Næst á dagskrá hjá Magnúsi og samherjum hans er hinsvegar viðureign við Stjörnuna í Meistarakeppni HSÍ á fimmtudaginn klukkan 19 í Lambhagahöllinni.
- Auglýsing -