- Auglýsing -

Mandic mættur í herbúðir Evrópumeistaranna

- Auglýsing -


Evrópumeistarar SC Magdeburg hafa klófest króatíska landsliðsmarkvörðinn Matej Mandic ári fyrr en til stóð. Ástæðan er sú að svissnesku landsliðsmarkvörðurinn Nikloa Portner situr af sér keppnisbann til 10. desember vegna notkunnar á ólöglegum lyfjum.

Kemur ári fyrr en ella

Til stóð að Mandic kæmi til Magdeburg á næsta ári í stað Spánverjans Sergey Hernandez sem ætlar að flytja heim. Vegna stöðu Portners hefur félagið keypt hann frá RK Zagreb til þess að standa vaktina með Hernandez. Hermt er að Magdeburg hafi greitt á milli 250 og 300 þúsund evrur fyrir að fá markvörðinn ári fyrr en til stóð.

Koma Mandic hefur verið yfirvofandi alla vikuna eftir að ljóst varð að Portner verður ekki gjaldgengur með liðinu næstu mánuði. Fleiri markverðir voru nefndir til sögunnar en voru aldrei alvarlega til skoðunar.

Slagsmál komu í veg fyrir HM

Mandic hefur verið annar markvörður króatíska landsliðsins undanfarin ár en missti þó af heimsmeistaramótinu á þessu ári eftir að hafa orðið fyrir árás þáverandi samherja síns hjá RK Zagreb þegar í brýnu sló á milli leikmanna liðsins að loknum leik í Meistaradeildinni í nóvember á síðasta ári. Mandic slasaðist og var frá keppni um nokkurt skeið á eftir.

Hefur fyllt skarðið

RK Zagreb hefur væntanlega náð í markvörð í stað Mandic þótt það hafi ekki verið tilkynnt ennþá. Fyrr í vikunni var sagt frá því að brottför Mandic héngi á því hvort króatísku meistararnir gætu krækt í markvörð til þess að fylla skarðið sem Mandic skilur eftir sig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -