- Auglýsing -
- Auglýsing -

Margir möguleikar í lokaumferðinni

Mörgum spurningum er ósvarað fyrir lokaumferð Olísdeildar karla sem fram fer á sunndaginn. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram á næsta sunnudag. Að vanda hefjast allir leikir á sama tíma. Til stendur að flauta til leiks stundvíslega klukkan 18.

Ekki liggur fyrir hver verður deildarmeistari. Þar koma Valur og Haukar til greina. Þau eru jöfn að stigum en Valur stendur betur að vígi eftir leiki þeirra, sigur og jafntefli.

ÍBV og FH kljást um þriðja sætið. Eyjamenn standa betur að vígi verði liðin jöfn að stigum eftir leikina á sunnudaginn eftir sigur á FH-ingum í báðum deildarleikjum tímabilsins.


Ljóst er að Selfoss verður í fimmta sæti og Stjarnan í sjötta. KA getur aðeins jafnað Stjörnuna að stigum. Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum við KA. KA getur hafnaði í sjöunda eða áttunda sæti.

Leikmenn Selfoss fagna sigrinum í KA-heimilinu í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Afturelding, Fram eiga möguleika á áttunda sæti. Reikningsglöggir menn telja Gróttu vera út úr myndinni í keppninni um áttunda sæti vegna lakari innbyrðisstöðu í leikjum við Fram. Ekki verður við þá deilt.

Vinni Fram Aftureldingu og Grótta leggur KA þá ráða innbyrðis úrslit leikja liðanna þriggja. Eins og áður segir þá stendur Grótta höllum fæti innbyrðis í leikjum við Fram. Báðum leikjum Gróttu og Aftureldinga í vetur lauk með jafntefli. Fram hreppir þar með áttunda sæti með sigri á Afturelding á Varmá sunnudag hvernig sem veður skipast í lofti Seltjarnarnesi í viðureign Gróttu og KA.

Afturelding getur einnig náð sjöunda sæti með sigri á Fram ef KA tapar fyrir Gróttu.

Greinin hefur verið uppfærð.


Leikir í lokaumferðinni á sunnudaginn:


Haukar – FH
Stjarnan – Víkingur
Grótta – KA.
HK – ÍBV.
Afturelding – Fram
Selfoss – Valur.

Staðan:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -