Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á HM annað mótið í röð. Að þessu sinni skoraði hann 45 mörk í sex leikjum og eins kom fram á handbolta.is í fyrradag.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur oftast verið markahæstur íslensku landsliðsmannanna á HM, alls fjórum sinnum. Bjarki Már, Ólafur Stefánsson, Valdimar Grímsson, Axel Axelsson og Gunnlaugur Hjálmarsson hafa tvisvar skorað flest mörk fyrir íslenska landsliðið á HM þegar litið er til markakónga Íslands á HM frá 1958.
Arnór Þór Gunnarsson varð markahæstur Íslendinga á HM 2019 þrátt fyrir að hafa leikið tveimur leikjum færra en flestir aðrir í liðinu.
Aðeins einu sinni hefur Íslendingur skorað flest mörk allra á HM en því afreki náði Guðjón Valur Sigurðsson á HM 2007 í Þýskalandi.
Hér fyrir neðan er markahæstu leikmenn Íslands á HM frá 1958 til 2023.
HM | nafn | mörk | fj.leikja |
2023: | Bjarki Már Elísson | 45 | 6 |
2021: | Bjarki Már Elísson | 39 | 6 |
2019: | Arnór Þór Gunnarsson | 37 | 6 |
2017: | Rúnar Kárason | 29 | 6 |
2015: | Guðjón Valur Sigurðsson | 31 | 6 |
2013: | Guðjón Valur Sigurðsson | 41 | 6 |
2011: | Alexander Petersson | 53 | 9 |
2007: | Guðjón Valur Sigurðsson | 66 | 10 |
2005: | Guðjón Valur Sigurðsson | 31 | 5 |
2003: | Ólafur Stefánsson | 58 | 9 |
2001: | Ólafur Stefánsson | 32 | 6 |
1997: | Valdimar Grímsson | 52 | 9 |
1995: | Valdimar Grímsson | 34 | 6 |
1993: | Sigurður V. Sveinsson | 37 | 7 |
1990: | Alfreð Gíslason | 32 | 7 |
1986: | Kristján Arason | 42 | 6 |
1978: | Axel Axelsson | 14 | 3 |
1974: | Axel Axelsson | 18 | 3 |
1970: | Geir Hallsteinsson | 19 | 6 |
1964: | Gunnlaugur Hjálmarsson | 11 | 3 |
1961: | Gunnlaugur Hjálmarsson | 22 | 6 |
1958: | Birgir Björnsson | 13 | 3 |