- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Markmiðið er að fara átta liða úrslit

- Auglýsing -

Við tökum einn leik fyrir einu með það að markmiði að komast upp úr riðlinum. Riðillinn er erfiður og við verðum að verða efstir í honum til þess að komast áfram í átta liða úrslitum. Markmiðið er að komast í átta liða úrslit, sagði Elmar Erlingsson fyrirliði 20 ára landsliðs karla þegar handbolti.is hitti hann á æfingu landsliðsins á laugardaginn. Elmar og samherjar leggja af stað til Slóveníu í kvöld þar sem fyrir dyrum stendur þátttaka á Evrópumótinu sem haldið verður í Celje og hefst á miðvikudaginn.

„Við ætlum að gera okkar besta. Það verður gaman að mæta liðunum þremur, ekki síst liði Svíþjóðar,” sagði Elmar sem hefur verið vikum saman við æfingar til undirbúnings fyrir þátttökuna á EM. Segja má að lítið sem ekkert frí hafi gefist eftir að Íslandsmótinu lauk í maí.

„Við höfum verið mjög duglegir og allir eru vel stemmdir í þetta,“ sagði Elmar ennfremur en hann var einn leikmanna 20 ára landsliðsins í dag sem skipaði 19 ára landsliðið á HM á síðasta ári hvar Ísland hafnaði í 19. sæti. „Við erum ákveðnir í að sýna að við erum betri en að vera nítjánda besta lið í heiminum.“

Leikir Íslands á EM U20 ára - riðlakeppni:
10. júlí: Ísland - Úkraína, kl. 10.
11. júlí: Ísland - Pólland, kl. 14.40.
13. júlí: Ísland - Svíþjóð, kl. 14.40.
Allt íslenskir tímar en tveggja stunda munur er á Íslandi og Slóveníu.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Elmar efst í þessari frétt.

Sjá einnig:

Erum hungraðir í að ná góðum árangri

Leikmannahópur Íslands

Markverðir:
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, Drammen/Ros.
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Gunnar Kári Bragason, Selfossi.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Össur Haraldsson, Haukum.

Þjálfarar og starfsmenn:
Einar Andri Einarsson.
Halldór Jóhann Sigfússon.
Gísli Guðmundsson markvarðaþjálfari.
Kári Árnason sjúkraþjálfari.
Herbert Ingi Sigfússon fararstjóri.

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -