- Auglýsing -
- Auglýsing -

Martín er mættur í slaginn

Ambros Martín hefur tekið við þjálfun Györ. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spænski handknattleiksþjálfarinn Ambros Martín er mættur til starfa hjá ungverska meistaraliðinu Györ og stýrir liðinu á sinni fyrstu æfingu á morgun. Martín sem átti ekki að hefja störf hjá félaginu fyrr en í 1. júlí flýtti komu sinni eftir að Gábor Danyia var leystur frá störfum á föstudaginn í kjölfar fyrsta taps liðsins á keppnistímabilinu.


Stjórn félagsins óskað eftir því við Anita Görbicz að hún stýrði liðinu út keppnistímabilið. Görbicz varð ekki við þeirri ósk. Sagðist vilja ljúka keppnistímbilinu og þar af leiðandi ferlinum sem leikmaður félagsins sem hún hefur leikið með alla tíð. Þar af leiðandi var samið við Martín að koma í einum logandi hvelli.


Fyrsti leikur Martín við stjórnvölinn hjá Györ verður á laugardaginn þegar Györ mætir höfuðandstæðingi sínum, FTC (Ferencváros), í undanúrslitum bikarkeppninnar. Tap fyrir FTC í deildarkeppninni í síðustu viku varð til þess að fyrrgreindur Danyia var gert að taka hatt sinn og staf.


Martin er einn þekktasti þjálfari innan kvennahandboltans. Hann þjálfaði Györ-liðið frá 2012 til 2018. Einnig hefur hann þjálfað rússneska stórliðið Rostov-Don auk landsliða Rúmeníu og Rússlands. Martín var sagt upp þjálfarastarfinu hjá Rússum þegar einn leikur var eftir á EM í desember í kjölfar þess að rússneska landsliðinu tókst ekki að komast í undanúrslit mótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -