Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið sem hefst á miðvikudaginn í næstu viku í Þýskalandi og Hollandi. Matthildur Lilja lék sinn fyrsta landsleik gegn Dönnum í Frederikshavn í september. Hún bætist við þá 16 leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum.
Matthildur Lilja verður hún fimmti leikmaður hópsins sem tekur þátt í stórmóti í fyrsta sinn. Hinar eru Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Lovísa Thompson, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir.
Ákveðið var að kalla Matthildi Lilju inn í hópinn m.a. vegna meiðsla Andreu Jacobsen sem verður áfram í hópnum enda alls ekki útséð um þátttöku hennar á HM.
Kvennalandsliðið kemur saman í dag og hefur formlegan undirbúning fyrir HM. Á föstudaginn fer landsliðið til Færeyja þar sem leikið verður við Færeyingar í Þórshöfn á laugardag.
Frá Færeyjum fer íslenska landsliðið á mánudaginn til Þýskalands.
Fyrsti leikur Íslands á HM verður miðvikudaginn 26. nóvember í Stuttgart gegn þýska landsliðinu.
HM-hópur Íslands:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur (70/4).
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (14/0).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (9/8).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (66/116).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (12/25).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (65/88).
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof (26/90).
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (31/59).
Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (12/25).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (27/17).
Lovísa Thompson, Valur (30/66).
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, (1/0).
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (3/2).
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (38/155).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (91/197).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (47/68).
Landsliðsþjálfari: Arnar Pétursson.
Aðstoðarþjálfari: Óskar Bjarni Óskarsson.
Markvarðaþjálfari: Hlynur Morthens.
Styrktarþjálfari: Hjörtur Hinriksson.
Sjúkraþjálfarar: Tinna Jökulsdóttir og Jóhanna Björk Gylfadóttir.
Liðsstjóri: Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir.
Leikir Íslands í riðlakeppni HM kvenna:
26. nóvember: Þýskaland - Ísland, kl. 17.
28. nóvember: Ísland - Serbía, kl. 19.30.
30. nóvember: Ísland - Úrúgvæ, kl. 14.30.
- Leikirnir fara fram í Porsche-Arena, Stuttgart.
- Leiktímar miðið við Ísland. Klukkan í Þýskalandi verður klukkustund á undan þegar þarna verður komið við sögu.
- Þrjú lið fara áfram í milliriðla.
- Neðsta liðið fer í keppnina um forsetabikarinn.




