- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með að minnsta kosti annan fótinn í undanúrslitum

Þráinn Orri Jónsson tekur upp þráðinn með Haukum á nýjum ári eftir að hafa framlengt samning sinn við félagið. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Haukar eru komnir með að minnsta kosti annan fótinn í undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik eftir tíu marka sigur á Aftureldingu, 35:25, í fyrri viðureigna liðanna í átta liða úrslitum á Varmá í kvöld. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Schenkerhöllinni og sé tekið mið af leiknum í kvöld verður um stórslys að ræða að hálfu Hauka tryggi þeir sér ekki sæti í undanúrslitum.


Haukaliðið var sterkara frá upphafi til enda með allar sínar kanónur stilltar meðan Mosfellingar tefldu fram vængbrotnu liði. Sjö leikmenn Aftureldingar fylgdust með úr stúkunni þar sem þeir eru á meiðslalistanum sem enn hefur lengst. Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem tók þátt í leiknum í Eyjum í lokaumferðinni, var ekki með í kvöld og hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson var einnig fjarri góðu gamni.


Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en eftir um stundarfjórðung skildu leiðir. Haukar tóku öll völd á vellinum og voru sex mörkum yfir í hálfleik 17:11. Síðari hálfleikur var síður en svo jafnari. Aftureldingarliðið gerði óþarflega mörg einföld mistök sem gerði eftirleikinn enn þægilegri fyrir deildarmeistarana sem er lítt árennilegir um þessar mundir.


Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 7/1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6/4, Bergvin Þór Gíslason 4, Þrándur Gíslason Roth 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Agnar Ingi Rúnarsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 9/1, 22,5% – Björgvin Franz Björgvinsson 2, 33,3%.
Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson 10/7, Tjörvi Þorgeirsson 5, Darri Aronsson 4, Þráinn Orri Jónsson 4, Geir Guðmundsson 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Atli Már Báruson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Stefán Rafn Sigurmannsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 33,3% – Andri Sigmarsson Scheving 4, 33,3%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -