- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mega æfa en ekki keppa

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona og leikmaður EH Aalborg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

„Við megum vera tíu saman á æfingu en leikjum í deildinni hefur verið frestað til að minnsta kosti 23. nóvember,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður toppliðs dönsku 1. deildarinnar við handbolta.is í kvöld eftir að tilkynnt var að keppni hefur verið stöðvuð í 1. deild karla og kvenna í Danmörku. Áfram má leika í úrvalsdeildum beggja kynja.


Þetta er ein af ráðstöfunum danskra sóttvarnayfirvalda vegna vaxandi útbreiðslu kórónaveirunnar í Danmörku. Tilkynningin var gefin út dag og tekur gildi strax. „Ég er komin í langt helgarfrí meðan þjálfararnir skipuleggja framhaldið,“ sagði Sandra sem var á leið til Esbjerg í helgarferð þegar handbolti.is heyrði í henni. Kærasti hennar, Daníel Þór Ingason landsliðsmaður, leikur með Ribe-Esbjerg.

Sandra er vonsvikin yfir að keppni skuli vera stöðvuð í deildinni á sama tíma og áfram verður leikið af fullum krafti í úrvalsdeildunum. En við þessu er ekkert að segja.


Hömlurnar er settar við meistaraflokkslið. Áfram má handknattleiksfólk 21 árs og yngra æfa eins og það er vant. Svipað virðist upp á teningnum í Svíþjóð þar sem verið er að draga úr leikjum í öllum deildum öðrum en úrvalsdeildum karla og kvenna.


Sandra og félagar í EH Aalborg hafa verið á siglingu það sem af er keppnistímabilsins. Liðið er efst og með fullt hús stiga eftir sjö umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -