- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meier í stuði á Torfnesi – Fram deildarmeistarari

Ungmennalið Fram er deildarmeistari í Grill 66-deild karla. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Hörður vann stórsigur á ÍR, 33:21, í Grill 66-deild karla á Ísafirði í kvöld og eygir þar með áfram möguleika á að skáka ÍR-ingum í kapphlaupinu um það sæti deildarinnar sem veitir sjálfkrafa flutning upp í Olísdeild karla í vor. Sigurinn setti ekki aðeins strik í reikning ÍR-inga heldur varð þess valdandi ungmennalið Fram varð deildarmeistari í Grill 66-deild karla í kvöld, og það án þess að taka fram skóna og klístrið.

ÍR getur ekki lengur skákað ungmennliði Fram í kapphlaupinu um deildarmeistaratitilinn eftir tapið á Torfnesi í kvöld. Framarar hafa fimm stiga forskot á ÍR þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir og sitja í fyrsta og öðru sæti.

Eins og í síðustu leikjum Harðar þá lék þýski markvörður liðsins, Jonas Meier, andstæðinga Ísfirðinga grátt. Meier, sem kom til Harðar í upphafi ársins, varði 19 skot þann tíma sem hann stóð vaktina og var með um 50% hlutfallsmarkvörslu.

Hörður var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Meier sá til þess að munurinn hélt áfram að aukast í síðari hálfleik.

Hörður er tveimur stigum á eftir ÍR og stigi á eftir Fjölni þegar liðin þrjú eiga tvo leiki eftir. Þór er tveimur stigum á eftir Herði. Ljóst að kapphlaupið um Olísdeildarsætið verður æsilegt á endasprettinum.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Harðar: Jose Esteves Neto 6, Otto Karl Kont 4, Axel Sveinsson 4, Jhonatan C. Santos 4, Guilherme Carmignoli Andrade 4, Endijs Kusners 4, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Kenya Kasahara 2, Tugberk Catkin 2.
Varin skot: Jonas Maier 19, Stefán Freyr Jónsson 1.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 4, Róbert Snær Örvarsson 4, Egill Skorri Vigfússon 3, Bernard Kristján Darkoh 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Viktor Freyr Viðarsson 2, Jökull Blöndal Björnsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Eyþór Ari Waage 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 8, Ólafur Rafn Gíslason 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -